Jarðtengingar smáspennukerfa

Lýsing:  Námskeiðið fjallar um uppbyggingu jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í rafkerfum. Farið er yfir helstu atriði við jarðtengingar smáspennukerfa í byggingum og vinnubrögð við uppbyggingu þeirra ásamt því aðstiklað er á stóru varðandi efnisval og áhrif þess varðandi jarðtengingar og truflanir ásamt því að kynnt eru leiðir til jarðtengingar rafkerfa. Farið er yfir nokkrar ástæður truflana og varnir gegn þeim. Kynnt er innihald nokkurra staðla og handbók varðandi uppbyggingu smáspennukerfa.

 

Fyrir hverja:    Rafiðnaðarmenn sem vilja á einni morgunstund kynnast hve faglegur frágangur jarðtenginga getur hjálpað við truflanavarnir og rekstraröryggi rafkerfa.

 

Undirstaða:   Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Lengd:    1/2 dagur

Dagsetning Kennslutími
24.10.2018 08:30-12:00 Skráning