Fjarskiptalagnir innanhúss

 
Lýsing:

Fjarskiptalagnir

Nýr staðall ÍST-151 kom út 15.desember 2016 sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl.  Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. 

Á þessu námskeiði er ÍST151 staðallinn kynntur og unnið er mælingaverkefni sem þjálfa þátttakendur í að skila af sér skýslu að loknu verki, samkvæmt forskrift staðalsins. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi. 

Fyrir hverja: 
Nauðsynlegt námskeið fyrir alla rafiðnaðarmenn sem starfa við nýbyggingar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag.

Þetta er námskeið er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna. Annað styttra námskeið „ÍST151 - Hönnun innanhúss fjarskiptakerfa“ er ætlað fyrir t.d. hönnuði, sölumenn og rafverktaka sem þurfa að þekkja staðalinn vel, en starfa ekki sjálfir í verklegu framkvæmdunum.


Tímalengd:   3 dagar

Dagsetning Kennslutími
11.10.2018 - 12.10.2018 08:30-18:00 Skráning