Brunaþéttingar

Lýsing:
Rafvirkjameistarar bera ábyrgð á brunaþéttingum með lögnum sem þeir leggja milli brunahólfa í byggingum. Nemendur læra að kunna skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra og notkunarsviði. Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um brunaþéttingar verða kynntar.

Á námskeiðinu er fjallað um hvar og hversvegna brunaþéttingar eru settar og hvaða efni má nota í þær.

 

Fyrir hverja: 
Fyrir rafvirkjameistara til að sjá um brunaþéttingar með sínum lögnum.

 

Undirstaða: 
Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Tímalengd:  1/2 dagur

Dagsetning Kennslutími
10.10.2018 13:00-17:00 Skráning