SKYNDIHJÁLP 4 TÍMAR

Lýsing:

Farið verður í grundvallarreglur skyndihjálpar. Meðal atriða sem farið verður í eru frumskoðun, bráðatilfelli/veikindi, meðvitundarleysi og meðferð. Hliðarlega, opnun öndunarvegar, endurlífgun og hjartarafstuðtæki. Losun aðskotahlutar í öndunarvegi, lost, sár, höfuð-, háls- og hryggáverkar. Beinbrot, sykursýki, flogaveiki og krampar sem og brunasár og meðferð þeirra.

 

Leiðbeinandi: Oddur Eiríksson, sjúkraflutningamaður. Oddur hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp frá árinu 1977 og starfar við það í dag. Hann var neyðarflutningsmaður og slökkviliðsmaður í tæplega 40 ár (1979-2017) og eldvarnareftirlismaður (verkefnastjóri) á árunum 2012-2017. Í dag rekur hann fyrirtækið Skyndihjálp slf.

 

Fyrir hverja: Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum og ætlað þeim sem vilja læra/rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.  

 

Forkröfur: Engar

 

Lengd: 4 klst.