Öll námskeið

Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
3 Dagar
02.05.2019
Kynnt verða reglugerðir og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
02.05.2019
Farið er í uppbyggingar og virkni á nokkrum gerðum á skynjurum eins og málmskynjurum, fótóselluskynjurum, hljóðbylgjuskynjurum og öryggisskynjurum.
1 Dagur
06.05.2019
Á námskeiðinu verður farið yfir hvað tekur við þegar fólk hættir störfum á vinnumarkaði, réttindaávinnslu og töku lífeyris. Einnig verður farið yfir uppbyggingu eftirlauna í almannnatryggingakerfinu, réttindum lífeyrisþega og samspili almanntryggingakerfisins og lífeyrissjóðakerfisins. Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér fartölvu/spjaldtölvu.
1 Dagur
06.05.2019
Farið er í uppbyggingu og notkunarmöguleika mælitækja í rafeindatækni. Þátttakendur gera ýmsar mælingar með fjölsviðsmælum og sveiflusjá og vinna verkefni með sveifluvökum (generatorum), tíðniteljurum og stafrænum sveiflusjám
3 Dagar
09.05.2019
Fjallað er um helstu störf rafvirkjameistarans við mannvirkjagerð, hlutverk hans og þær reglur sem um hann gilda. Fjallað er um uppbyggingu innra öryggsstjórnunarkerfis rafverktaka og helstu þætti við úttektir og mælingar sem krafist er. Fjallað er um gildi og eðli lýsingartækninnar og hlutverki rafvirkjameistarans við uppsetningu og hönnun lýsingakerfa. Gerð útboða, studd stöðlum og útreikninga útseldrar vinnu og beitingu ákvæðisgrunni rafvirkja við verð ákvarðana og til faglegra vinnu.
3 Dagar
09.05.2019
Farið verður í uppbyggingu stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt verður tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
1 Dagur
10.05.2019
KNX A námskeiðið veitir innsýn í KNX hússtjórnarkerfi. Þetta námskeið er fyrri hlutinn af viðurkenndu "Basic" námskeiði sem eru vottuð af KNX samtökunum.
2 Dagar
10.05.2019
Farið yfir skoðunarferli og gerðir neysluveitna, hvað þarf að skoða, hvaða mælingar þarf að gera og hvernig fylla á út viðeigandi eyðublöð. Þátttakendur leysa skrifleg verkefni og gera viðeigandi mælingar.
1 Dagur
11.05.2019
Á námskeiðinu verður fjallað um helstu íhluti rafbíla og virkni þeirra, farið verður yfir tegundir rafbíla, hybrid, vetnis og rafhlöðubíla, mótora og mótorstýringar svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 10. apríl nk. kl 17-21.
1 Dagur
15.05.2019
KNX B námskeiðið er seinni hlutinn af "Basic" námskeiðinu sem KNX samtökin skilgreina. Þessu námskeiði lýkur með verklegu og skriflegu prófi sem gefur nemendum rétt á að vera viðurkenndur "KNX partner". Nemendur þurfa að skrá sig á my.knx.org til að geta tekið próf og fengið viðurkenningu.
2 Dagar
24.05.2019