Reglugerð og rafdreifikerfi 1

Lýsing:

Námskeiðið er fyrsta í röð þriggja námskeiða. Á þessu námskeiði verður farið yfir reglugerðir og staðla veitukerfa sem og tæknilega tengiskilmála. Fjallað verður um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað verður um hinar ýmsu varnarráðstafanir, helstu mælingar til prófana á kerfunum og kröfur sem gerðar eru til löggildra rafverktaka í umsjón og öryggisstjórnunar í verkrekstri sínum. Einnig er farið yfir sögu raforkuframleiðslu og dreifingu á Íslandi.

 

Fyrir hverja: Nemendur í meistaraskóla sterkstraums.

Forkröfur: Rafmagnsfræði meistaraskóla og sveinspróf í rafvélavirkjun, rafvirkjun eða rafveituvirkjun.

Kennari: Ófeigur Sigurðsson, rafmagnstæknifræðingur.