Netþjónusta 1

Lýsing:
Í þessum fyrsta hluta er farið yfir helstu heiti og hugtök varðandi tölvunet. Grunnatriði kapalkerfa og virkni annarra íhluta. 

• OSI Modelið kynnt og farið nokkuð ítarlega í fyrstu 4 lögin í því.

• Íhlutir tölva og flæði gagna, netspjöld og ísetning þeirra. Tölvukerfin og þýðingar á milli þeirra, netkerfi og uppbygging þeirra.

• OSI líkanið kynnt og borið saman við TCP/IP líkanið.

• Staðarnet og íhlutir þeirra, einstökum tækjum lýst, gagnaflæðið í staðarnetum tekið fyrir.

• Farið í vandamál tengd samskiptum og gagnamerkinu eins og t.d. deyfingu, endurkast, skermun og þess háttar.

• Gert grein fyrir kapalgerðum staðarneta, þráðlaus kerfi tekin fyrir. Íhlutir Ethernets teknir sérstaklega fyrir og virkni þess kynnt. Farið yfir mismunandi uppbyggingu á staðarnetum svo sem brautarnet, hringnet o.s.frv.

• Tenging staðarneta við OSI og uppbygging gagnapakka.

• Tæknin á "lagi 2" í OSI líkaninu tekin fyrir þ.m.t. TokenRing, FDDI, Ethernet ofl. Eiginleikar staðarnetsbúnaðar á "lagi 2" útskýrðir.

• Stækkun Ethernet staðarneta og bilanagreining á 10BT staðarnetum.

• Vistföng og beinar, samskipti á milli neta. Tegundir IP-vistfanga, frátekin vistföng o.s.frv.

• Hefðbundin IP-vistföng og skipting neta í undirnet.

• Beinar, "lag 3" vistföng, netnúmer og port. Samskipti á milli neta, sjálfvirk úthlutun ip-talna.

• Flæði gagna samkvæmt "lagi 4" í OSI líkaninu. 


Fyrir hverja:
    Fyrir þá sem þurfa grunnþekkingu á virkni neta eða ætla að stunda framhaldsnám í tölvuumsjón eða rekstri tölvukerfa.Undirstaða:    Tölvuþjónusta 1 og Tölvuþjónusta 2 eða sambærilegt. Almenn tölvukunnátta.

 

 

Framhald:    Netþjónusta 2


Tímalengd:    3 dagar

Dagsetning Kennslutími
18.03.2019 - 20.03.2019 08:30-18:00 Skráning