Loftnetskerfi 1

Grunnnám í fjarskiptatækni / Loftnet og dreifikerfi


Lýsing:
Þetta námskeið er góður grunnur í almennri fjarskiptatækni þó að fyrst og fremst fjalli það um móttöku og dreifingu á sjónvarps- og hljóðvarpsmerkjum.

Fjallað er um eftirfarandi atriðið:

 1. Rafsegulbylgjan og eiginleika hennar til dreifingar við mismunandi aðstæður.
 2. Tíðnirófið og nýting þess.
 3. Mælieiningin decibel (dB) sem notuð er til mælinga á mögnun, deyfingu og spennu.
 4. Truflandi suð í fjarskiptakerfum.
 5. Truflandi millimótun í fjarskiptakerfum.
 6. Mismunandi tegundir loftneta – kostir og gallar.
 7. Koax-strengurinn.
 8. FM-, UHF- og örbylgjuloftnet
 9. Íhlutir loftnetskerfa:
 • Magnarar
 • Síur
 • Deili
 • Blandarar
 • Tenglar og tengi
 1. Útreikningar á loftnetskerfum – Miðkerfi/Raðkerfi.
 2. Samhliða bóklegri umfjöllun um efnið eru reiknuð verkefni og framkvæmdar mælingar.

Fyrir hverja:  
Fyrir rafiðnaðarmenn sem vilja afla sér grunnþekkingar í fjarskiptatækni og loftnetsuppsetningum. Einnig gott upprifjunarnámskeið fyrir þá sem ætla að hefja nám í öðrum fjarskiptanámskeiðum.

Þetta er kjarnanámskeið i Meistaraskólanum. Nemendur í Meistaraskólanum þurfa að ljúka þessu námskeiði með prófi.


Tímalengd:  1 dagur

Dagsetning Kennslutími
25.01.2019 08:30-18:00 Skráning