LOFTNETAKERFI 1

Kennsla í fjarskiptatækni / Loftnet og dreifikerfi

Lýsing:

Þetta námskeið er góður grunnur í almennri fjarskiptatækni þó að fyrst og fremst fjalli það um móttöku og dreifingu á sjónvarps- og hljóðvarpsmerkjum.

Fjallað er um eftirfarandi atriðið:

1. Rafsegulbylgjan og eiginleika hennar til dreifingar við mismunandi aðstæður.

2. Tíðnirófið og nýting þess.

3. Mælieiningin decibel (dB) sem notuð er til mælinga á mögnun, deyfingu og spennu.

4. Truflandi suð í fjarskiptakerfum.

5. Truflandi millimótun í fjarskiptakerfum.

6. Mismunandi tegundir loftneta – kostir og gallar.

7. Nýja UHF kerfið fyrir RÚV, RÚV2 og FM útskýrt.

8. Koax-strengurinn útskýrður (eiginleikar).

9. Íhlutir loftnetskerfa: Magnarar, síur, deilar, tenglar.

10. Nýjar þarfir í loftnetakerfum: Veðurstöð, GSM, WiFi endurvarpar og loftljós.

1. Útreikningar á loftnetskerfum – Miðkerfi/raðkerfi.

2. Mælingar á loftnetskerfum (1-2150 Mhz).

3. Próf í útreikningum og mælingum.

Leiðbeinandi: Gunnar Gunnarsson, rafeindavirkjameistari.

Fyrir hverja: Námskeiðið hentar rafiðnaðarmönnum sem vilja efla hjá sér grunnþekkingu í fjarskiptatækni og loftnetsuppsetningum. Einnig gott upprifjunarnámskeið fyrir þá sem ætla að hefja nám í öðrum fjarskiptanámskeiðum. 

Þetta námsskeið er ætlað þeim sem þurfa að þekkja þetta umhverfi og geta tekið faglegar ákvarðanir skv. stöðlum og reglugerðum varðandi hönnun, uppsetningu, breytingum og bilanleit.

Forkröfur: Sveinspróf í rafiðngreinum með lágmark 5.0 í einkunn í 3 fjarskipta áföngum.

Fjöldi eininga til meistaranáms: 2

Lengd: 2 dagar/16 klst. (40 klst með heimanámi og fjarkennslu).

Staðsetning: RAFMENNT, Stórhöfða 27, 111 Reykjavík.

Umsjón: RAFMENNT ehf. - Gunnar Gunnarsson, sviðsstjóri smáspennu - gunnar@rafmennt.is - S: +354 540-0160.

Dagsetning Kennslutími
27.03.2019 - 28.03.2019 08:30-17:30 Skráning