Lærðu að höndla LED

Farið var yfir helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar. Hugtökin og fræðin á bak við litarhitastig, litarendurgjöf, ljósmagn, glýju og ljóstækni rædd og áhersla lögð á að sýna hvernig LED ljósgjafinn hefur algjörlega breytt því hvernig hönnuðir, verktakar og framleiðendur vinna með ljósgjafa. Farið yfir hvernig vinna á með þessum nýja ljósgjafa og þeim upplýsingum sem framleiðendur gefa upp fyrir lampa og ljósgjafa. Farið yfir atriði eins og skynjun á ljósi í rými, efnisnotkun og endurkast og hvað þarf að hafa í huga við hönnuní sölu og uppsetningu ljósbúnaðar.
Dagsetning Kennslutími
29.04.2019 08:30-17:00 Skráning