KNX B AKUREYRI

KNX A námskeiðið veitir innsýn í KNX hússtjórnarkerfi. Þetta námskeið er fyrri hlutinn af viðurkenndu "Basic" námskeiði sem eru vottuð af KNX samtökunum.

Efni námskeiðs:

 • Hverjir eru kostir KNX hússtjórnarkerfisins og hvaða möguleika það hefur upp á að bjóða 
 • Hvað þarf að hafa í huga þegar KNX kerfin eru hönnuð og tengd
 • Gerð KNX hönnunargagna
 • Uppsetning á ljósastýringum, kveiking, dimming, ljósasenur

 

KNX B námskeiðið er seinni hlutinn af "Basic" námskeiðinu sem KNX samtökin skilgreina. Þessu námskeiði lýkur með verklegu og skriflegu prófi sem gefur nemendum rétt á að vera viðurkenndur "KNX partner". Nemendur þurfa að skrá sig á my.knx.org til að geta tekið próf og fengið viðurkenningu.

Efni námskeiðs:

 • Farið dýpra í grunnatriði kerfisins
 • Hönnun á stærri KNX kerfum (fleiri en 64 tækjum)
 • Veðurstöðvar
 • Gardínustýringar
 • KNX Skeyti
 • Grunnhitastýring
 • Villuleitun

 

Leiðbeinandi:  Sigurjón Björnsson hefur sótt kennaranámskeið hjá KNX samtökunum og hefur rétt til að kenna öll viðurkennd KNX námskeið. Sigurjón hefur í yfir áratug unnið við forritun á stýringum og stjórnkerfum, bæði KNX stýringum og iðnstýringum ásamt annarri forritun. 

Lengd: 3 dagar/24 klst.