KNX 1 AKUREYRI

Lýsing: 
Námskeið sem ætlað er að kynna þáttakendum möguleika hússtjórnarkerfis með ýmsum búnaði sem samþykktur er af KNX samtökunum.  Farið er í forritun á búnaði og tengingar.

 

Innihald:
Á námskeiðinu kynnast nemendur forritanlegu hússtjórnarkerfi og búnaði sem samþykktur er af KNX samtökunum. Farið er uppbyggingu hússtjórnarkerfis ásamt skipulagi við hönnunun og forritun búnaðar. Farið er í virkni algengra íhluta KNX kerfis og stillingu parametra við forritunar skráa ásamt úrvinnslu tæknilegra skjala. Búnaðurinn er settur upp og forritaður í ETS 5.  Nemendur tengja búnaðinn ásamt því að hlaða niður og virkja.  Nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt við uppsetningu og virkjun búnaðar og verða færir um að ganga frá almennri virkni KNX kerfis ásamt því að ráðleggja öðrum um notkun þess.  Farið er meðal annars í almennan frágang lýsingar eins og kveikja-dimma og ganga frá senum, ásamt útilýsingu með birtu og hitanema.  Einnig er unnið með hitastýringar. 


Kennari :
 


Fyrir hverja:  
Alla sem vinna við raflagnir eða hönnun þeirra. 

   
Undirstaða:  Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking 

 

Framhald:   EIB-2
   
Lengd:    2 dagar