BRUNA AKUREYRI

Lýsing:

Nemendur læra að kunna skil á hinum ýmsu íhlutum brunaviðvörunarkerfa, eiginleikum þeirra, notkunarsviði, lögnum og samtengingu. Reglur Mannvirkjastofnunar um brunaviðvörunarkerfi við uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa verða kynntar þannig að nemendur geti notað þær. Á námskeiðinu er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluti brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.

Námsmat: Námskeiðið endar með prófi sem veitir þeim er það standast heimild til að setja upp og sjá um viðhald á rásaskiptum brunaviðvörunarkerfum.

Fyrir hverja: Námskeiðið hentar þeim sem vilja öðlast réttindi til að sjá um rásaskipt brunaviðvörunarkerfi.

Forkröfur: Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

Leiðbeinandi: Bergsteinn Ísleifsson, vélfræðingur og rafvirki. Guðmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingur.

Tímalengd: 3 dagar/24 klst.

Dagsetning Kennslutími
05.04.2019 - 07.04.2019 08:30-18:00 Skráning