Vinnuslys

Flokkur: Endurmenntun

Fjarkennslan fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað

 

Námskeið um vinnuslys í fjarkennslu

Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau?

Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau. Hugmyndafræði „Safety 2“ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys.

Uppbygging

Námskeið um vinnuslys í fjanámi. Nokkrum dögum áður en námskeiðið hefst fá nemendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér. Svo verður kennslan send út í fjanámi 22. apríl. Kennslan byggist upp á fyrirlestri, myndum og spurningum. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér  vinnuumhverfið.                                                                                   

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuslysum og góður möguleiki á að koma í veg fyrir þau eða fækka þeim.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í fjanámi.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning