Vinnuslys

Flokkur: Endurmenntun

Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau?

Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau. Hugmyndafræði ¿Safety 2¿ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys. Nemendur gera hópverkefni og greina orsakir vinnuslysa. Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 15.900
RSÍ endurmenntun  13.000

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Vinnuslys 22. apr 13.00-15.00 Jón Kjartan Kristinsson
Stórhöfði 27 13.000 kr. Skráning