Vinna í hæð

Flokkur: Almenn námskeið

Fjarkennslan fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað

 

Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð? Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á
vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl. Fjallað verður ítarlega um nýlega reglugerð um röraverkpalla (2018).

 

Fyrir alla sem þurfa að vinna í hæð eða eru að skipuleggja vinnu í hæð.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 11.900
RSÍ endurmenntun  4.165

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning