Verkefnastjórnun

Flokkur: Endurmenntun

Endurmenntunarnámskeið í samstarfi við Endurmenntun Hí

 

Ertu í sjálfstæðum rekstri og með marga bolta á lofti? Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig nýta má aðferðir verkefnastjórnunar við að skipuleggja starfsemina svo hægt sé að hámarka árangur og virði. Unnið verður að persónulegum verkefnum á meðan námskeiðinu stendur.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Tilgang starfseminnar.
• Leiðtogahlutverkið - að vera sinn eigin leiðtogi.
• Markmiðasetningu og forgangsröðun.
• Áætlanagerð.
• Tól og tæki sem nýtast í verkefnastjórnun.
• Samskipti og tengslanet.

Ávinningur þinn:

• Tækifæri til að staldra við og öðlast heildarsýn yfir starfsemina.
• Praktísk tól og tæki til þess að halda utan um starfsemina.
• Aukin leiðtogahæfni og góð ráð til að koma sér á framfæri.
• Kynnast öðrum sem eru í svipuðum sporum.
• Eldmóður og innblástur.

Fyrir hverja:

Hagnýtt og kraftmikið námskeið fyrir sjálfstætt starfandi einyrkja, lítil teymi og frumkvöðla.

Kennsla:

Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA. Tilgangur RATA er að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Frekari upplýsingar má sjá á rata.is

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun