Flokkur: Meistaraskóli

Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafeindavirkja

 

Unifi-WIFI (FJAR16UNIFI

Ný kynslóð í þráðlausum netkefum.

Farið er í að skipuleggja uppsetningu íhluta kerfisins og kynnst helstu íhlutum. Einnig verður farið yfir forritunarviðmótumsjónaraðila kerfisins.

Skýjalausnir eru kynntar og hvernig umsjónaraðili getur stýrt og stjórnað kerfinu af netinu.

Þetta námsskeið er ætlað þeim sem þurfa að þekkja þetta umhverfi til að geta tekið faglegar ákvarðanir samkvæmt stöðlum og reglugerðum varðandi hönnun, uppsetningu breytingum og bilanleit.

Kennt verður á helstu aðgerðir og hugtök í minni netkerfum og fókusinn aðalega á þráðlaus netkerfi (WIFI). Þetta er verkleg kennsla og það verður hannað, sett upp og kennt kerfisumsjón með nýjustu tegund GUI viðmóts WiFi kerfa.

Farið er yfir RF, BW, S/N og Guard Interval og önnur truflana gildi sem þarf að hafa í huga til að hámarka flutnings getu kerfa.

Námskeiðið mun innihalda meðal annars, WLAN skilgreiningar, WLAN hönnun, einföld innsetning búnaðar, grunnaðhæfingumilli búnaðar og kerfishugbúnaðar,kynning á dýpri kerfisumsjón og uppsetningar gesta aðgangs auk „Heitir Reitir“.

Búnaður: Við mælum með að notast sé við eigin tölvur í námsskeiðinu

 

 Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48,400
SART 41,140
RSÍ endurmenntun 16,940
Er í meistaraskóla 9,680

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Unifi-WIFI 07. okt - 08. okt 08:3 - 16:30 Heimir Snær Gylfason
Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning