Stutt myndbönd

Flokkur: Endurmenntun

Það eru breyttir tímar. Aldrei hefur verið eins áríðandi að vera með færni í mynd og hljóð-vinnslu. Hvort sem verið er að koma auglýsingum um vörur og þjónustu, fræðslu eða kynningarefni eða skemmtiefni til skila í gegnum vefsíður, samfélags-miðla og streymi-veitur. Námskeiðið mun leitast við að svipta hulunni af því sem þeir sem vilja vera framsæknir þurfa að tileinka sér til að efnið sé á háum gæðastuðli þó að kostnaðinum sé haldið í lágmarki.

Þátttakendur: Allir þeir sem vinna að almannatengslum og vilja nota mynd og hljóð á eigin vegum eða fyrir félagasamtök og fyrirtæki.

Þeir sem sjá um vef streymi, vefsíður, samfélagsmiðla og vilja bæta myndböndum inn í safn þess sem þá þegar er á boðstólnum.

Starfsmenn auglýsingadeilda fyrirtækja sem þurfa að koma skilaboðum til viðskipta vina sinna en hafa takmarkað fé til þess. Námskeiðið mun hjálpa til við að auka gæði þess sem framleitt er og hjálpa til þess að halda kostnaðinum í lágmarki.

Félagasamtök sem vilja senda félagsmönnum og öðrum skilaboð á myndbands formi en hafa ekki getað það vegna þess að kostnaðurinn við að ráða atvinnumenn í faginu til verksins hefur verið þeim ofviða.

Námsmenn sem vilja vinna myndbönd sem styðja við efnið sem þeir eru að vinna að til dæmis við ritgerðarsmíði og önnur verkefni.

Atvinnufólk í kvikmynda og sjónvarpsgeiranum sem ekki sinna beint þeim störfum sem skarast við efnið. Þeir munu öðlast betri skilning á því sem til þarf að vinna hágæða mynd og hljóð.

Það eru örugglega fleiri sem gætu haft gagn og gaman að þessu námskeiði en aðal atriðið er að þar mun verða leitast við að svipta hulunni af myndbandagerð og gera hana aðgengilega fyrir sem flesta.

 

Efni námskeiðs: Farið verður í gegn um þær megin stoðir sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar unnið er gæða efni fyrir þá miðla sem eru í boði núna. Hvernig hægt er að viðhalda og auka gæði þess efnis sem framleitt er. Kynna hugtök og verklag sem er alment notað við framleiðslu á mynd og hljóði. Námskeiðið hjálpar þeim sem það sækja að velja þau tæki og tól sem þau þurfa til að koma efninu til skila í miklum gæðum.

Rætt verður um hvað þarf að hafa meðferðis þegar taka skal upp. Hvaða tæki þarf að hafa meðferðis. Talað verður um upptökutæki, stoðtæki, aukatæki, ljós, hljóðupptökutæki og annað sem þarf að hafa í huga þegar efnið er tekið upp.

Nýjust tæki verða skoðuð og farið verður í saumana á því hvernig skal bera sig að þegar snjallsímar eru notaðir til að mynda.

Það verður rætt um form efnisins, hvernig undirbúningi skal háttað fyrir viðtöl, hvernig bera skal sig að við að lýsa viðfangsefnið bæði með ljósum og með því að nota það ljós sem er til staðar.

Fjallað verður um eftirvinnslu efnisins. Það er klippingu og hljóðvinnslu á efninu sem þarf að koma til skila.

Fullt verð 31.200
SART 26.520
RSÍ endurmenntun 10.920
Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Stutt myndbönd 02. mar - 03. mar 08:30 - 12:30 Eggert Gunnarsson
Stórhöfði 27 10.920 kr. Skráning