Raspberry Pi grunnnámskeið

Flokkur: Endurmenntun

Á námskeiðinu verður farið yfir í mismunandi útgáfur á Raspberry Pi, örgjörva og jaðarbúnaði og hver  munurinn er á milli RPi og Arduino.

Kynning á Linux stýrikerfinu varðandi notendur og notendaviðmót, innskráningu, skráarkerfis og rekla. Ritþór í forritunarumhverfi og aðgengi að skrám og keyrsla forrita.

Skoðaðir kostir Linux stýrikerfisins og viðmótsins, ásamt því að fara yfir hinar ýmsu stillingar.

Í lok námskeiðsins verður lögð áhersla Python forritun,  umhverfi,  viðmót,  skipanir og  framsetningu þess. Einnig verður farið yfir strengi, föll, stefjur, lista, skipanir og flæði forritsins.

 

19. febrúar 8:30 - 17:00
26. febrúar 13:00 - 17:00
5. mars 13:00 - 17:00

 

Kennari: Kristinn Jóhannesson, Rafmagnsverkfræðingur

Starfsferilinn hans er langur og fjölbreyttur, hann sá um rekstur Miðbæjarradíó ehf til fjölda ára og nú starfar hann hjá Þróunarfélagi Íslands

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48.400
SART 41.140
RSÍ endurmenntun 16.940
Er í meistaraskóla 9.680

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Raspberry Pi grunnnámskeið 19. feb - 05. mar 08:30-17:00 Kristinn Jóhannesson
Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning