Öryggistrúnaðarmenn og -verðir

Flokkur: Endurmenntun

Vinnuverndarskóli Íslands

Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt og helstu reglugerðir sem settar eru í samræmi við þau.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s. inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og öryggi við vélar. Einnig verður fjallað ítarlega um gerð áhættumats á vinnustöðum. 

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Uppbygging

Námskeiðið er gangvirkt netnámskeið. Nemendur sem skráðir eru á námskeiðið fá senda fyrirlestra og lesefni nokkru fyrir kennslustund. Námskeiðið samanstendur af 6 lotum sem öllum líkur með stuttu krossaprófi. Nemendur fá líka stutt heimaverkefni sem farið verður yfir í fjarkennslu í Teams miðvikdaginn 3. júní. Fjarkennslan býður upp á gagnvirkni, spurningar og umræður. Námskeiðið byggir á námskrá um námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði.

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla að betri líðan starfsmanna. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla vinnustaði sem hafa öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið

Lengd

Þátttakendur fá sent kennsluefni og krossapróf sem þeir geta unnið í þegar þeir vilja en þurfa að klára áður en fjarkennsla á Teams fer fram 27. janúar klukkan 13-15.

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð  32.000
RSÍ endurmenntun  11.200

 

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Öryggistrúnaðarmenn og -verðir 27. jan 13-15 Guðmundur Ingi Kjerúlf
Fjarkennsla 11.200 kr. Skráning
Öryggistrúnaðarmenn og -verðir 24. feb 13-15 fjarkennsla 11.200 kr. Skráning