Flokkur: Almenn námskeið

Hvað ber að hafa í huga þegar lýst er fyrir sjónvarpsmyndavélar, hvort heldur sem er fyrir sjónvarp eða hvers konar streymi ?

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnhugtök í sjónvarpslýsingu svo sem þriggja punkta lýsingu, ljósmagn, ljóshita, stefnu, áferð og gæði ljóss. Farið verður í notkun waveform og vectorscope. Skoðaðar verða þær áskoranir sem við getum staðið frammi fyrir við að lýsa fjölmenna uppstillingu fólks, svo sem hvernig maður jafnar lýsinguna gagnvart fleiri en einni myndavél eða vægi andlits á móti bakgrunni.

Eftir að farið hefur verið yfir helstu hugtök og aðferðir verða sett upp sýnidæmi þar sem kostur gefst á umræðum.

Námskeið þetta fjallar einungis um kenningar og aðferðir en ekki verður sérstaklega kennt á neinn ákveðinn tækjakost.

Lengd: 4 tímar.

Leiðbeinandi : Guðmundur Atli Pétursson, ljósameistari RÚV

 

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 19,400
SART 16,490
RSÍ endurmenntun 6,790
Er í meistaraskóla 3,880

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

 

 

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Lýsing fyrir sjónvarp og streymi 10. nóv 08:30-12:30 Guðmundur Atli Pétursson
Stórhöfði 27 6.790 kr. Skráning