LED sjónvarps- og sviðslýsing

Flokkur: Endurmenntun

Námskeiðið hefst á fræðilegum nótum þar sem farið verður yfir það hvernig augað skynjar ljós í rými, farið verður yfir LED tæknina og þau hugtök og staðla sem henni fylgja. Meðal annars verður farið í litahitastig, litaendurgjöf, ljósmagn, glýju, flökt og ljóstækni. Að fyrirlestri loknum hefst verklegi hluti námskeiðsins en þar verður leitast við að sýna ólíka LED lýsingu og hvernig sjónvarpsmyndavélin nemur mismunandi lýsingu. Námskeiðið fer fram í Stúdíói A hjá RÚV en þar munu ljósameistarar stilla upp mismundi gerðum LED ljósa til samanburðar, hægt verður að sjá muninn á Color Rendering Index (CRI) og Television Lighting Consistency Index (TLCI) gildum. Í stúdíóinu verður einnig búið að stilla upp ljósum í ólíkum gæðaflokkum og hægt að skoða muninn með „spectrum analyser“ sem og í gegnum linsu sjónvarpsmyndavélarinnar. Einnig verður hægt að skoða ýmis vandamál sem tengjast réttum húðlit, flökti, litamettun/bruna, ljóshita og fleira. Verklega hluta námskeiðsins er ætlað að endurspegla raunverulegar aðstæður, í rými þar sem hægt er að skoða og fá raunverulega tilfinningu fyrir ólíkri lýsingu og áhrifum hennar á sjónvarpsmyndavélina. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta átt samskipti sín á milli og við aðra fagaðila á nýju tungumáli ljóss, geta áttað sig á samræmingu lýsingar á sviði og í sjónvarpi sem og muninum á óskum ljósahönnuða sviðs og raunverulegri getu sjónvarpsmyndavéla.

 

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að lýsingu eða uppsetningu viðburða.

cus
Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
LED sjónvarps- og sviðslýsing 24. okt 08:30 Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
Stúdíó A RÚV 10.920 kr. Skráning