Inngangur að markaðsfræði

Flokkur: Endurmenntun

Inngangur að markaðsfræði (MARK28INNG)

 
Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallarkenningar markaðsfræðinnar þannig að þátttakendur eigi auðveldar með að taka þátt í og sinna markaðsmálum í smærri fyrirtækjum. Námskeiðið hentar einyrkjum og starfsmönnum smærri fyrirtækja sem og þeim sem hafa áhuga á markaðsmálum almennt. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta útskýrt grundvallarhugtök markaðsfræðinnar, geta rætt um markhópa, markaði, vörumerki, væntingar og gap líkan þjónustu. Þátttakendur munu kunna skil á og geta tekið þátt í gerð markaðsáætlana. Farið verður sérstaklega í það hvernig samfélagsmiðlar og þá sér í lagi Facebook og Instagram geta nýst við markaðssetningu smærri fyrirtækja.  
 
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð 42.800
SART 36.380
RSÍ endurmenntun 15.000
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
 
Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning