Reglugerðir og rafdreifikerfi

Flokkur: Meistaraskóli rafvirkja

Reglugerðir og rafdreifikerfi (MREG4MS06) -  6 einingar

Viðfangsefni áfangans er að auka þekkingu nemenda á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum og reglugerðum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna, læra að þekkja aðferðir til að verjast tjóni sem rafmagn getur haft á líf, heilsu og eignir manna, læra að gera prófanir og úttektir á veitukerfum, læra að annast skýrslugerð og skjalavörslu vegna prófana og úttekta á veitukerfum.

 

Til grundvallar í náminu eru þeir staðlar sem gilda um raflagnir og rafbúnað hverju sinni og leiðbeiningar sem með þeim fylgja. Í áfanganum auka nemendur þekkingu sína á raforkudreifikerfinu og einstökum hlutum þess, kynnast stöðlum og reglugerðum sem lúta að störfum rafiðnaðarmanna, læra að þekkja aðferðir til að verjast tjóni sem rafmagn getur haft á líf, heilsu og eignir manna, læra að gera prófanir og úttektir á veitukerfum, læra að annast skýrslugerð og skjalavörslu vegna prófana og úttekta á veitukerfum. Fjallað er um sögu raforkuflutnings, uppbyggingu veitukerfa, jafngildismyndir (TN-, TT-, og IT- kerfi). Kynntar eru reglugerðir og staðlar sem fjalla um veitukerfi og tæknilega tengiskilmála rafveitna. Fjallað er um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltap í veitukerfum. Útskýrð er myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað er ítarlega um allar algengustu gerðir yfirstraumsvarna og eiginleika þeirra svo og aðferðir og búnað til varnar of hárri snertispennu. Farið er í útreikninga á skammhlaupsstraumum. Gerð er grein fyrir helstu öryggisráðstöfunum við vinnu (viðhald) á veitum. Fjallað er um úttektir, prófanir og mælingar á veitum. Æfð er notkun sérhæfðra mælitækja. Gerðar eru skýrslur um niðurstöður úttekta og útfylltar tilkynningar. Fjallað er um vörslu skjala (teikningar, skýrslur o.fl.).

Krafa um grunnþekkingu á rafmagnsfræði eða að hafa lokið rafmagnsfræði undirbúningur fyrir meistaraskóla

Kennt verður í þremur lotum

Lota 1:    10. - 12. sept
Lota 2:   8. - 10. okt
Lota 3:   5. - 7. nóv

 

Í umsóknarferlinu birtist fullt verð námskeiða.

Fullt verð

216,000

SART 183,600
RSÍ endurmenntun 75,600
Er í meistaraskóla 43,200

 

Athugið: Námskeiðið er fullbókað á haustönn dagsetning á vorönn væntanleg.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun