Hljóðtækni 1

Flokkur: Endurmenntun

Hljóðtækni 1Hljóðtækni 1 (MHLJ4MS02) - 2 einingar

Grunnáfangi í hljóðtækni, í áfanganum er farið yfir helstu grunnþætti hljóðtækni, uppbyggingu hljóð- og upptökukerfa, helstu hugtök, hljóðflæði, samspil uppmögnunar og rýmis, skynjun og heyrn.

Þá er helsti búnaður skoðaður, notkun hans og virkni. Þá eru öryggishugtök einnig kynnt og rædd.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

·         helstu grunnþáttum hljóðtækninnar.

·         helstu hugtökum sem snúa að hljóði og hljóðöryggi.

·         notkun og virkni búnaðar sem tengjast hljóði.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

·         tileinka sér helstu vinnuaðferðir sem tengjast hljóðtækni.

·         gera helstu útreikninga og notkun þeirra við lausn viðfangsefna.

·         prófa og mæla hljóðkerfi.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 31.200
SART 26.520
RSÍ endurmenntun 10.920
Er í meistaraskóla 6240

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun