Flokkur: Endurmenntun

Langar þig að smíða hljóðmagnara – eða kannski bara rifja upp fræðin?

Námskeið í hljóðmagnarafræðum hluti A, fræðilegur undirbúningur fyrir smíði hljóðmagnara í hluta B. 

Markmið námskeiðsins er að nemendur læri/rifji upp fræðin í tengslum við uppmögnun hljóðs með það fyrir augum að geta hannað og smíðað hágæða magnara.

Þessi hluti námskeiðsins er eingöngu fræðilegur, B-hluti námskeiðsins er svo eingöngu verklegur.

 

15. október - föstudagur - 16:00 – 19:00
Inngangur

16. október - laugardagur - 10:00 - 14:00
Helstu tengingar - Inngangsmagnarar

22. október - föstudagur - 16:00 – 19:00
Aflmögnun

23. október - laugardagur - 10:00 – 14:00
Spennugjafar - Efnisval og (undirbúningur) kynning f. B-hluta.

 

Skipulagning smíðaáætlunar og efnisþörf fyrir – B hluta:

A:           Kanna þörf nemenda fyrir prentplötur.

B:            Undirbúa smíði kassa hérlendis út frá tillögu kennara lagaða að þörf nemanda.

C:            Útbúa pöntunarlista fyrir sameiginlega efnispöntun á eftirfarandi efni:

                Tengi fyrir inn- og útganga og ac-power

                Stilliviðnám og stillitakkar

                Spennubreytar fyrir powerstig og inngangsmagnara

                Kæliplötur og power mosfetar

                Útgangsspennar, spólur, lampar og lampafætur (ef lampar verða fyrir valinu)

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 42.800
SART 36.380
RSÍ endurmenntun 15.000

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning