Dale Carnegie Live Online

Flokkur: Almenn námskeið

RAFMENNT og Dale Carnegie á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um námskeiðahald.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

RAFMENNT og Dale Carnegie á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um námskeiðahald. Námskeiðið er live online útfærsla af hinu þekkta Dale Carnegie námskeiði þar sem þátttakendur vinna í samskiptum, styrkja sambönd, efla leiðtogahæfileika og tjáningu og læra að stjórna streitu og vinna undir álagi. Námskeiðið nýtist bæði í vinnu og einkalífi og hefur live online útgáfan fengið mjög háa einkunn hjá þátttakendum.

Samkomulagið gerir það að verkum að hægt er að bjóða félagsmönnum RSÍ og SART, sem greitt er af í menntasjóð, námskeiðið á 47.320 kr en fullt verð er 169.000 kr. Þannig tryggir samningurinn félagsmönnum rúmlega 70% hagstæðara verð.

Um námskeiðið:

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd. Live online útgáfan mun einnig þjálfa þig að koma fram á fjarfundum og eiga fagleg samskipti í gegnum netið.

Það sem við förum yfir á námskeiðinu:

  • Stækka þægindahringinn og auka sjálfstraust
  • Rækta varanleg sambönd
  • Muna nöfn og nota þau
  • Veita öðrum innblástur
  • Kynna hugmyndir á skýran og hnitamiðaðan hátt
  • Takast á við ágreining á háttvísan máta
  • Nota sannfæringarkraft
  • Stjórna streitu og viðhorfi
  • Aðlaga okkur að mismunandi samskiptastílum
  • Sýna leiðtogafærni

 

Live Online þjálfun:

Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, í þrjá tíma í senn. Þú velur dagsetningu sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

 

Innifalið:

Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.


Fullt verð: 169.000 kr

Verð fyrir félagsmenn: 47.320 kr


 

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning