Boðið í stað- og fjarkennslu

Lagaumhverfi félagasamtaka og lykilþættir í samþykktum

Hér verður fjallað um heildarlöggjöf og lagaumhverfi og hver er ábyrgð stjórna.

 

Stjórnskipulag og stjórnarhættir félagasamtaka

Farið verður yfir stjórnskipulag og stjórnarhætti félagasamtaka, hvaða áskoranir félög standa frammi fyrir. Hvernig er skipulag ákveðið. Skilgreiningar á stjórn, stærð og val stjórna, þróunarstig stjórna.

 

Hlutverk og ábyrgð stjórnar

Farið er yfir helstu hlutverk stjórna sem heilda og hvers og eins innan stjórnarinnar auk umfjöllunar um ábyrgð stjórnarfólks og trúnað. Hlutverk launaðs starfsfólks og stjórnar.

 

Val stjórna – og hvað einkennir gott stjórnarfólk? 

Hér verður meðal annars fjallað um samskipti, siðareglur, ímynd og traust.

 

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að þekkja

Lagaumhverfi félagasamtaka og lykilþátta í samþykktum,

Hlutverk stjórna

Ábyrgð sem stjórnarfólk

Hvað eru góðir stjórnarhættir og samskipti.

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem sitja í stjórnum félaga, starfsfólki og almennum félagsmönnum.


Leiðbeinendur/kennarar

Dr. Steinunn Hrafnsdóttir prófessor við Háskóla Íslands og Hildur Tryggvadóttir Flóvens, MA ráðgjafi um þriðja geirann og sjálfbærni


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 19.400 kr

SART: 16.490 kr

RSÍ endurmenntun: 6790 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið