Framhaldsnámskeið fyrir Lokahljóðvinnslu - Mastering

Námskeið kennt bæði á Stórhöfða 27 og á Teams

Á þessu framhaldsnámskeiði í lokahljóðvinnslu kynnast nemendur betur þeim grundvallaratriðum sem hafa þarf í huga við lokahljóðvinnslu auk þess að auka verklega færni sína. Farið verður dýpra yfir ferlið sem tekur við eftir að hljóðblöndun lýkur þar til hljóðriti er skilað til útgáfu, hvort sem það er hljóðskrá fyrir streymisveitu eða vinylplötu. Gerð verður grein fyrir búnaði og aðstöðu sem til þarf, hugtök útskýrð og kynnt þau tæki og hugbúnaður sem helst henta við masteringu. Má þar nefna hlið- og stafræna umbreyta (e. AD/DA converter), tónjafnarara (e. EQ) og hljóðþjöppur (e. compressor/limiter) – bæði tæki og plugin. Í verklega hluta náskeiðsins verða Jafnframt verða kenndir almennir og hagnýtir verkferlar sem nýtast við lokafrágang hljóðrita, meðhöndlun stafrænna hljóðskráa og varðveisla. Lögð verður áhersla á að nemendur geti eins og kostur er spurt út í einstaka þætti sem snúa að þeirra viðfangsefnum og áhugasviði.

 

Námskeiðið er framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa þegar tekið Lokahljóðvinnslu 1 (HLJV08LOKV-1) og sem eru að vinna við hljóð- og tónlistarupptökur og vilja fá dýpri skilning og þjálfun í masteringu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bjarni Bragi Kjartansson sem hefur áralanga reynslu í faginu.

 

Námskeiðið er í tveimur hlutum og verður sá fyrri í fjarkennslu gegnum Teams en sá síðari í staðnámi þar sem reiknað er með að nemendur mæti með sínar eigin tölvur, þau forrit og verkefni sem þeir eru að vinna í að því sinni.

Dagskrá

Fimmtudagur 27. okt : Teams, kl: 17:00 - 21:00

Laugardagur 29. okt: Stórhöfði 27, kl: 9:00 - 17:00


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 42.800 kr

SART: 36.380 kr

RSÍ endurmenntun: 15.000 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun Almenn námskeið