LED (LÝSI08LED)

Á námskeiðinu verður farið ítarlega í þá ljóstæknilegu þætti sem þarf að hafa í huga við val á LED ljósgjöfum s.s ljósmagn, litarhitastig og litarendurgjöf. Einnig verður farið yfir hvað skal hafa í huga þegar LED er valið í ákveðin rými eins og verslanir, skóla, skrifstofur, heimili, útilýsingu, söfn, íþróttahús o.fl. 

 

Boðið verður upp á sýnikennslu og líflegar umræður þar sem algengum spurningum um LED verður reynt að svara, líkt og: Hvað er góður líftími á LED? Hvað er “human centric lighting”? Heldur blátt ljós fyrir mér vöku? Hvernig myndast flökt? Hvað er “constant light output”? Gera LED ljós Trump appelsínugulan? Hvaða Watt á LED peru á ég að velja eða hversu mörg lúmen? Hvaða ljóslit á ég að velja í rými? Hvernig sjáum við ljós? Hvað er TM-30-15? Hvernig dimma ég LED? Hvað er IoT? Er LED framtíðarljósgjafinn?

 

Fyrir hverja: 
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að taka upplýstar ákvarðanir með innkaup eða sölu á LED lömpum t.d sölumenn lampabúnaðar, arkitekta, hönnuði, verkfræðinga, verktaka, umsjónarmenn fasteigna og almennt þá sem vilja kynnast nýjungum sem LED ljóstæknin hefur í för með sér.
   
Forkröfur/undanfari: 
Engar forkröfur, námskeiðið er opið öllum.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 31.200
SART 26.520
RSÍ endurmenntun 10.920
Er í meistaraskóla 6.240

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Endurmenntun