MIG/MAG suða - Hlífðargassuða

Flokkur: Endurmenntun

MIG/MAG suða (SUÐA12MIGMAG)

Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Fullt verð 70.000 kr
Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
MIG/MAG suða - Hlífðargassuða 23. mar - 24. mar 13:00 - 17:00 og 08:00 - 16:00 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 10.000 kr. Skráning