Flokkur: Almenn námskeið

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Hlaðvarp er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning. Þátttakendum stendur til boða að fá aðstoð við að framleiðslu hlaðvarps.

Hlaðvörp (e. podcast) njóta vaxandi vinsælda og á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Vinsæl hlaðvörp.
Tæki og forrit sem nota má við gerð og dreifingu eigin hlaðvarpa.
Hvernig hlaðvörp eru búin til.

Ávinningur þinn

Lærir að búa til þitt eigið hlaðvarp.
Veist hvernig koma á hlaðvarpi á framfæri við hlustendur.
Öðlast góða þekkingu á miðlinum.

Fyrir hverja

Fyrir einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki og flesta þá sem hafa áhuga á að framleiða hlaðvarp.

Nánar um kennara

Guðmundur Hörður Guðmundsson er kynningar- og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við blaða- og fréttamennsku, m.a. hjá RÚV og verið upplýsingafulltrúi ráðuneytis.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur sem ætla að fá aðstoð við framleiðslu hlaðvarps þurfa að koma með eigin fartölvu.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Hlaðvarpsgerð 15. feb - 17. feb 20:00-22:00 Endurmenntun, Dunhaga 7. 7.300 kr. Skráning