Reiðhjólaviðgerðir og viðhald

Flokkur: Almenn námskeið

Á þessu námskeiði er áherslan á grunnviðgerðir og viðhald reiðhjóla. Byrjað er að skoða stillingu á reiðhjólinu fyrir notandann. Stellstærð metin, hnakkur og stýri aðlagað að notandanum. Farið er í þrif á hjólinu og það smurt á viðeigandi hátt. Gert er við sprungið dekk. Fram og afturhjól losuð af, dekk tekin af gjörð, gert við sprungna slöngu og allt sett saman aftur.


Bremsur eru lagaðar, skipt um bremsupúða og bremsupúðarnir stilltir að gjörð. Viðnám í börkum skoðað og hvenær ætti að skipta um vír og barka fyrir bremsur og gíra. Að lokum er farið í galdraverk gíranna. Gírarnir lagaðir og stilltir. Hvenær þarf að stilla gíra? Litið á slit í keðju og krans/kassettu athugað. Hvenær þarf að skipta um keðju og krans/kassettu?


Hver þátttakandi vinnur með eigið reiðhjól og framkvæmir allt sjálfur sem þarf að gera.

Lagðir eru til viðgerðastandar og verkfæri.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Árni Davíðsson frá Hjólafærni.

 

Námskeiðið er opið fyrir alla

Almennt verð: 13.900 kr

RSÍ endurmenntunarverð: 5000 kr

 

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning