Magnarar - Fræðilegur hluti

Flokkur: Endurmenntun

Langar þig að smíða magnara – eða kannski bara rifja upp fræðin?

Námskeið í magnarafræðum hluti A, fræðilegur undirbúningur fyrir smíði magnara í hluta B. Dagskrá B-hluta verður auglýst á haustönn en forkrafa fyrir þátttöku í B-hluta er að hafa lokið A-hluta námskeiðsins.

Markmið námskeiðsins er að nemendur læri/rifji upp fræðin í tengslum við uppmögnun hljóðs með það fyrir augum að geta hannað og smíðað hágæða magnara.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta og verður A-hluti námskeiðsins kenndur nú á vordögum í fjarnámi með einni staðlotu. Þessi hluti námskeiðsins er eingöngu fræðilegur, B-hluti námskeiðsins er svo eingöngu verklegur en sá hluti verður auglýstur nánar í haust.

 

Öll kennsla fer fram í fjarfundarbúnaði milli klukkan 16:00 – 18:00.

 

26/5       Inngangur - Uppbygging magnara, blokkmynd og hlutverk blokka.

 

27/5       Helstu tengingar - Transistorar, jfet/lampar og mosfet, spennumögnun kl-A.

 

28/5       Inngangsmagnarar line level RCA og stúdíóstandard 0,5-1V rms.

Low level sem míkrófónn, plötuspilari og gítar - minna en 50mV rms.

Aðferðir til að koma í veg fyrir ground loop.

 

2/6       Aflmögnun - Single ended kl. A.

Push pull, kl. B, kl. AB og kl. A.

 

3/6       Spennugjafar

Virkni og áhrif spennugjafa í magnaratækni, helstu gerðir sem notaðar eru.

Aflspennugjafar heilbylgjuafriðun með brú, miðpunktur.

Reglun og jöfnun línulegra spennugjafa og spennustillirásir.

Reglun og jöfnun í háspennu spennugjöfum - með og án swinging choke.

 

4/6      Efnisval út frá gæðakröfum.

Gæðakröfur varðandi stilliviðnám, inn- og útgangsrofa.

Mismunandi tengimátar, inngangskipti og volume stillingar.

Mismunandi gerðir af mótstöðum, þéttum, hálfleiðurum og lömpum.

 

11/6         Staðlota

Nemendur vinna með hugmynd að eigin smíðaverkefni, teikna blokk- og tengimyndir og velja innihald blokka.

 

Skipulagning smíðaáætlunar og efnisþörf fyrir haustönn – hluta B:

A:           Kanna þörf nemenda fyrir prentplötur.

B:            Undirbúa smíði kassa hérlendis út frá tillögu kennara lagaða að þörf nemanda.

C:            Útbúa pöntunarlista fyrir sameiginlega efnispöntun á eftirfarandi efni:

                Tengi fyrir inn- og útganga og ac-power

                Stilliviðnám og stillitakkar

                Spennubreytar fyrir powerstig og inngangsmagnara

                Kæliplötur og power mosfetar

                Útgangsspennar, spólur, lampar og lampafætur (ef lampar verða fyrir valinu)

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48,400
SART 41,140
RSÍ endurmenntun 16,940
Er í meistaraskóla 9,680

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Magnarar - Fræðilegur hluti 26. maí - 11. jún 16:00 - 18:00 Flemming Reggelsen Madsen
Fjarkennsla 16.940 kr.