Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar

Flokkur: Meistaraskóli rafvirkja

Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar (MFJA4MS01) -  1 eining

Í áfanganum er m.a. fjallað um kerfishönnun, lagnir, frágang búnaðar, mælingar, skýrslugerð, staðla fjarskiptalagna í íbúðarhúsnæði, loftnetskerfi, netkerfi, símkerfi, hússtjórnarkerfi og tækni og búnað sem tilheyra notkun hans. Einnig er fjallað um val á fjarskiptakerfum og hvaða flutningsleiðir henta hverju verkefni.

Námsskeiðið er opið þeim sem eru forvitnir um reglugerðir um fjarskiptalagnir og frammtíðar sýn fjarskipta.

Forkröfur/undanfari: 
Sveinspróf í rafiðngreinum og/eða hönnuðir raflagnakerfa til nýsmíða eða breytinga.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 31,200
SART 26,520
RSÍ endurmenntun 10,920
Er í meistaraskóla 6,240

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Fjarskiptakerfi - reglugerðir og staðlar 06. mar 08:30 - 17:00 Gunnar Gunnarsson
Stórhöfði 27, 110 Rvk 10.920 kr. Skráning