Flokkur:

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Excel töflureiknirinn er eitt vinsælasta og mest notaða tölvuforrit í heiminum í dag. Excel er forrit sem notað er til að vinna með tölur og framkvæma útreikninga. Með Excel er hægt að skipuleggja stór söfn upplýsinga og setja fram á myndrænan hátt. Á þessu námskeiði er farið í grunnatriði þessa vinsæla forrits.

Á námskeiðinu er fjallað um

Forritið, rætt um möguleika þess og farið yfir forritagluggann.
Grunnatriði útreikninga í Excel.
Grunnatriði útlitsmótunar.
Aðgerðirnar Röðun og Filter.
Einfaldar innbyggðar formúlur eins og AutoSum, Average, Max og Min.
Kynnt verða grunnatriði í myndritagerð.

Ávinningur þinn

Eftir námskeiðið ætti fólk að vita út á hvað Excel gengur og geta nýtt sér grunnatriði þess.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem ekkert hafa unnið á Excel en vilja kynnast og taka fyrstu skrefin í þessu vinsæla forriti.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvur með þráðlausu netkorti og Excel 2010 eða nýrri útgáfu á námskeiðið. Gott er einnig að hafa meðferðis tölvumús.

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning