Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar

Flokkur: Meistaraskóli rafvirkja

Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar (MÖRY4BB02) - 2 einingar

Viðfangsefni áfangans er um hina ýmsu íhluti brunaviðvörunarkerfa, eiginleika þeirra, notkunarsvið, lagnir og tengingar. Þá er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa. Fylgt er reglugerð um brunavarnir, einnig læra nemendur skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra, notkunarsviði og helstu reglum þar um.

Fjarkennsla í boði fyrir þátttakendur sem hafa lögheimili á landsbyggðinni.

Athugið :  Til þess að standast námskeiðið til meistaranáms, þarf einkunnina 5.

Þáttakendur sem ljúka prófi með einkunnina 7 , fá heimild til þess að starfa við brunaviðvörunarkerfi þar sem fyrir liggur starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun og eiga þá einnig kost á því að sækja um starfsleyfi sjálfir að fengnu meistarabréfi

Nánar

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 72,000
SART 61,200
RSÍ endurmenntun 25,200
Er í meistaraskóla 14,400

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Brunaviðvörunarkerfi og brunaþéttingar 17. sep - 19. sep 08:30-17:00 Bergsteinn R Ísleifsson
Guðmundur Gunnarsson
Stórhöfði 27 / Fjarkennsla 25.200 kr. Skráning