Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.
Brúkranar sem lyfta meiru en 5 tonnum urðu réttindaskyldar vinnuvélar 1. október 2021.
Þetta gerðist með nýjum reglum sem eru númer 1116. Brúkranar eru vinnuvélar í skráningarflokki C hjá Vinnueftirlitinu.
Uppbygging námskeiðsins:
Brúkrananámskeið Vinnuverndarskólans er í 100% fjarnámi. Þátttakendur horfa á stutta fyrirlestra í tölvu og taka tvö krossapróf. Það er hægt að byrja á námskeiðinu þegar hver og einn vill og menn geta lært þegar þeir vilja. Það má reikna með því að það taki 3-4 klst. að klára námskeiðið.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um vinnuverndarlög, reglur og vinnuverndarstarf. Seinni hlutinn fjallar um uppbyggingu og notkun brúkrana, stjórntæki, hífivír, ásláttarbúnað o.fl.
Innifalin eru öll námsgögn, fyrirlestrar og próf.
Námskeiðið í boði á íslensku og ensku.
Fullt verð: 15.900 kr
RSÍ endurmenntun: 4.700 kr
Heiti námskeiðs | Dags | Tími | Kennarar | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Brúkrananámskeið | 01. apr - 01. jún | Fjarnám | 4.700 kr. |
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050