Áhættumat

Flokkur: Endurmenntun

 

Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um heilsuvernd (úrbætur). 

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins og svo eru unnin hópverkefni í gerð áhættumats.


Námskeiðið er fyrir starfsmenn allra vinnustaða sem hafa hug á að gera áhættumat og þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum. 

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og eiga auðvelt með að gera áhættumat á vinnustaðnum sínum eftir námskeiðið.  

Dagsetningar:

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. 

  • Þriðjudaginn 22. september 2020, kl. 13 - 16 í húsnæði Rafmenntar í Reykjavík
  • Þriðjudaginn 24. nóvember 2020, kl. 13 - 16 í húsnæði Rafmenntar í Reykjavík
  • Fimmtudaginn 3. desember klukkan 13-16 í Keili.

Nánar um námskeiðið hjá Vinnuverndarskóla Íslands

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun