Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Flokkur: Almenn námskeið

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ

 

Á þessu námskeiði er farið yfir gerð rekstraráætlunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hvað hafa ber í huga við slíkt. Þátttakendur gera rekstraráætlun í Excel og læra þannig hvernig slík áætlun er byggð upp og hvernig nýta má hana til að setja upp ólíkar sviðsmyndir í rekstrinum.

Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægi þess að gera rekstraráætlun innan fyrirtækja, hvað einkennir slíkar áætlanir og hvernig slík áætlun er gerð. Farið verður ítarlega í dæmi um uppbyggingu slíkrar áætlunar og mikilvægi hvers liðar í uppbyggingu hennar, auk þess sem farið verður í samspil mismunandi þátta innan hennar. Í lok námskeiðisins eiga þátttakendur að geta sett upp sína eigin rekstraráætlun og notað hana til að fá betri yfirsýn yfir rekstur sinn.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis eða deildar, og vilja bæta fjárhagslega yfirsýn sína. Oft eru vandamál í rekstri fyrirtækja sjáanleg með góðum fyrirvara ef vel er að gáð og réttu tækin notuð, og því getur þekking á rekstraráætlun sparað háar fjárhæðir og aukið arðsemi umtalsvert ef vel er að henni staðið.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Verklega uppbyggingu rekstraráætlunar.
• Hvað ber að varast við gerð áætlunarinnar.
• Hvernig áætlunin nýtist eigendum og stjórnendum.

Ávinningur þinn:

• Betri innsýn í reksturinn til framtíðar.
• Auknar líkur á bættri arðsemi og betri rekstri.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru byrjendur í gerð áætlana og þá sérstaklega fyrir eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stjórnendur þeirra sem vilja koma áætlanagerð í fastar skorður og geta byggt áætlanir á traustum stoðum. Efni námskeiðsins hentar einnig þeim sem annast rekstraráætlanir hjá hinu opinbera.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 14. MARS

Verð snemmskráningar 47.900 kr

Heiti námskeiðs Dags Tími Kennarar Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning